Krossgátublöð
Frístundar
Krossgátufjör
Nýtt 32ja blaðsíðna krossgátublað með 55 krossgátum af margvíslegum stærðum og formum.
Nýtt gaman fyrir alla krossgátuunnendur.
Við bjóðum krossgátuunnendum að gerast áskrifendur að einu eða fleirum krossgátublaðanna. Með því sparar þú sporin, ert örugg/ur um að blöðin berast þér um leið og þau koma út hverju sinni, auk þess að fá þau á aðeins lægra verði.

Áskriftin nær í fyrsta lagi yfir Krossgátu-Frístund, 32ja síðna blað með 38 heilsíðu krossgátum og heilabrotum, sem kemur út tvisvar til þrisvar á ári, í öðru lagi Sudoku-Frístund, blað með yfir 100 margvíslegum tegundum af Sudoku talnagátum og öðrum svipuðum rökþrautum, kemur út einu sinni til tvisvar á ári, og í þriðja lagi Krossgátufjöri, nýju 32ja blaðsíðna krossgátublaði með 55 krossgátum af ýmsum stærðum, er kemur út tvisvar á ári.

 Áskriftarverð hvers blaðs fyrir sig er kr. 790.-, sendingargjald innifalið, og greiðist áskriftin fyrir aðeins eitt blað hverju sinni. Með fylgir  greiðsluseðill um leið og upphæðin birtist í heimabankanum.

Við pöntun áskriftar hér á netinu, verður nýjasta heftið sent sem fyrsta blað.
Ný hefti á blaðsölustöðum